Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Verður ekki tilbúinn fyrir fyrsta leikinn

Verður ekki tilbúinn fyrir fyrsta leikinn

139
0
Framkvæmdir standa nú yfir á Anfield. AFP

Heima­völl­ur enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Li­verpool, An­field, verður ekki full­klár þegar liðið tek­ur á móti Bour­nemouth 19. ág­úst.

<>

Fram­kvæmd­ir á efstu stúk­unni An­field Road-meg­in standa nú yfir en völl­ur­inn verður stækkaður og hægt verður að taka á móti 61.000 áhorf­end­um í sæti. An­field verður með þessu fjórði stærsti leik­vang­ur fé­lagsliða á Englandi en Old Trafford tek­ur flesta áhorf­end­ur í sæti, 74.310 manns.

Fram­kvæmd­irn­ar hóf­ust í sept­em­ber árið 2021 en til þess að stand­ast bygg­ing­ar­regl­ur Li­verpool-borg­ar þarf verktak­inn að klára mörg tíma­frek verk­efni. Því er bú­ist við að leik­vang­ur­inn verði ekki full­klár fyrr en um lok sept­em­ber.

Þegar leik­vang­ur­inn er full­klár má bú­ast við að það bæt­ist veru­lega í fjölda starfs­fólks en talið er að stækk­un­in muni fjölga starfs­fólki um 400 og á leik­degi starfi um 2.800 manns á vell­in­um. For­ráðamenn fé­lags­ins hafa gefið út að þeim sem hafi keypt ársmiða í nýja hluta vall­ar­ins verði komið fyr­ir á öðrum stöðum þar til opnað hef­ur verið fyr­ir stúk­una.

Heimild: Mbl.is