Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús byggð í Norður-Mjódd

Íbúðarhús byggð í Norður-Mjódd

135
0
Fremst er bílasala, því næst Garðheimar og loks bensínstöð Olís. Öll þessi hús eiga að víkja fyrir íbúðabyggð með þjónustu á neðri hæðum. Ljósmynd/Klasi

Lengi hef­ur staðið til að gjör­breyta svo­kallaðri Norður-Mjódd í Breiðholti. Fjar­lægja á nú­ver­andi bygg­ing­ar, þ.e. gróðrar­stöð Garðheima, bens­ín­stöð Olís og bíla­söl­una 100 bíla. Í þeirra stað koma fjöl­býl­is­hús.

<>

Komið er að fyrsta áfanga í ferl­inu því um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að kynna lýs­ingu nýs deili­skipu­lags fyr­ir svæðið. Leitað verður um­sagna fjöl­margra stofn­ana eins og lög mæla fyr­ir um og sömu­leiðis al­menn­ings.

Á síðasta fundi ráðsins var lögð fram skipu­lags­lýs­ing Klasa og JVST, dag­sett í maí 2023, vegna fyr­ir­hugaðrar breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Norður-Mjódd­ar fyr­ir lóðirn­ar Stekkj­ar­bakka 4-6 og Álfa­bakka 7.

Í vinnu vegna breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi verður áhersla lögð á blandaða byggð. Á lóðunum verði komið fyr­ir íbúðum, mat­vöru­versl­un, at­vinnu­starf­semi, dval­ar­svæðum og sam­göngu­innviðum. Breyt­ing­ar verða gerðar á bygg­ing­ar­reit­um, lóðarmörk­um, hæð húsa og fjöl­breyttri land­notk­un frá því sem gild­andi deili­skipu­lag frá 1999 heim­il­ar. Ekki verður um stækk­un lóða að ræða en lóðarmörk geta breyst.

Klasi þróar lóðina
Lóðar­hafi í Norður-Mjódd er Klasi fast­eignaþró­un­ar­fé­lag, sem hef­ur unnið að fjöl­mörg­um þró­un­ar­verk­efn­um frá stofn­un árið 2004. Nú­ver­andi eig­end­ur Klasa eru Hag­ar hf., Reg­inn hf. og KLS eign­ar­halds­fé­lag ehf.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Klasa er áformað að reisa bygg­ing­ar í Norður-Mjódd með allt að 500 íbúðum, sem er háð magni at­vinnu­hús­næðis, miðað er við um 50.000 fer­metra. Heild­ar­fjárfest­ing­in er sögð vera 30 millj­arðar króna.

Þegar áform um upp­bygg­ingu í Norður-Mjódd voru kynnt haustið 2021 mættu þau and­stöðu íbúa í ná­grenn­inu, þ.e. í hús­un­um fyr­ir ofan Mjódd­ina og í vest­an­verðum Stekkj­um. Töldu þeir ófært að leyfðar yrðu 5-8 hæða bygg­ing­ar, þær ætti að tak­marka við fimm hæðir í mesta lagi.

Fram kem­ur í skipu­lags­lýs­ing­unni að hús­in verði 4-7 hæðir. Þegar skipu­lags­lýs­ing­in verður kynnt geta þess­ir íbú­ar sem og all­ur al­menn­ing­ur sent inn at­huga­semd­ir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út í dag, 27. júlí.

Heimild: Mbl.is