Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tvö tilboð bárust í viðamiklar gatnaframkvæmdir í Flóahverfi á Akranesi

Tvö tilboð bárust í viðamiklar gatnaframkvæmdir í Flóahverfi á Akranesi

761
0
Mynd: Skagafrettir.is

Tvö tilboð bárust í viðamikið verkefni í gatnagerð í Flóahverfi á Akranesi. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í verkið nam rétt rúmlega einum milljarði kr. eða 1026 milljónum kr.

<>

Tilboðin sem bárust eru bæði töluvert undir kostnaðaráætlun.

Borgarverk ehf. bauð 826.040.942 kr. sem er 80,5% af kostnaðaráætlun.

Þróttur ehf. bauð kr. 835.738.899 kr. sem er rétt rúmlega 81,5% af kostnaðaráætlun.

Skipulags- og umhverfisráð fól umhverfisstjóra að yfirfara tilboðin í samvinnu við Veitur.

Heimild: Skagafrettir.is