Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um átta og hálft prósent síðastliðið ár. Meðalíbúð sem metin er á þrjátíu milljónir króna hefur því hækkað um rúmar tvær og hálfa milljón.
Vísitalan hækkaði um 0,6 prósent í janúar samkvæmt mælingu Þjóðskrár sem birt var í dag. Vísitalan var 451,4 stig og hefur hækkað jafnt og þétt síðastliðið ár, um 2,3 prósent síðustu þrjá mánuði og 4,4% síðustu sex mánuði. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um átta og hálft prósent 2014 og búist er við svipuðum hækkunum áfram. Hagfræðideild Landsbankans spáði því í byrjun síðasta árs að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu myndi hækka um tæp 24 prósent til ársins 2018.
Heimild: Rúv.is