Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í verkið „Fyrirstöðugarður við Norðurtanga 2023.” Um er að ræða gerð um 80 metra fyrirstöðugarðs, norðan Fjarðarstrætis.
Helstu magntölur:
- Grjót og kjarni úr námu samtals um 6100 m3.
- Upptekt og endurröðun um 500 m3.
Helstu dagsetningar:
| Verðfyrirspurn auglýst | 27. apríl | 
| Lokadagur fyrirspurna og athugasemda | 3. maí | 
| Svarfrestur | 4. maí | 
| Skilafrestur | 5. maí kl: 14:00 | 
| Verklok | 30. júní | 
| Gildistími tilboðs | 4 vikur | 
| Verktrygging | 10% | 
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti frá og með 27. apríl 2023. Vinsamlegast sendið tölvupóst á hilmarl@isafjordur.is og óskið eftir gögnum.
 
		 
	





