Rangárþing ytra auglýsir útboð í jarðvinnu fyrir 2.áfanga viðbyggingu Grunnskólans á Hellu.
Óskað er eftir tilboðum í jarðvinnu vegna annars áfanga stækkunar skólasvæðisins á Hellu
Verkið felst i færslu á tveim stakstæðum kennslustofum og ásamt jarðvegsskiptum undir nýbyggingu, grunnlagnir og fylling inní og utan með sökklum.
Helstu magntölur eru:
Færsla á tveim stakstæðum kennslustofum.
Uppgröftur og flutningur í lausum jarðvegi 6000 m3
Fyllingar undir og inní sökkla. 8000 m3
Grunnlagnir 700 lm
Gólfhitalagnir 5500 lm
Verklok flutninga og jarðvegsskipta er seinnipart ágústmánaða og fylling og lagnir í grunn um miðjan okt.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 3.maí og skal senda ósk um útboðsgögn á netfangið tomas@ry.is
Tilboðum skal skila inn fyrir kl 14.00 þriðjudaginn 23. maí í lokuðu umslagi á skrifstofu Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1 eða á netfangið tomas@ry.is