Home Fréttir Í fréttum Stækkun til skoðunar

Stækkun til skoðunar

120
0
Öllum framkvæmdum á að vera lokið á þessum áratug eða fyrir 2030. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr Land­spít­ali við Hring­braut ger­breyt­ir ef­laust þeirri aðstöðu sem fylg­ir sjúkra­hús­rekstri í höfuðborg­inni. Öllum fram­kvæmd­um á að vera lokið á þess­um ára­tug eða fyr­ir 2030. Þar af leiðandi gætu verið nokk­ur ár þar til þeim lýk­ur.

<>

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur komið til tals inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins að stækka gamla spít­al­ann við Hring­braut í ein­hverri mynd, með það fyr­ir aug­um að auðvelda biðina. Ekk­ert hef­ur hins veg­ar verið ákveðið í þeim efn­um og vænt­an­lega koma fleiri en ein út­færsla til greina. Ein hug­mynd­in geng­ur út að nýta pláss aft­an við spít­al­ann, Ei­ríks­götu­meg­in eða Baróns­stígs­meg­in.

Eins og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum á und­an­förn­um árum er húsa­kost­ur gamla Land­spít­al­ans kom­inn til ára sinna og sums staðar á spít­al­an­um er þröngt um viðkvæma starf­semi.

Íslend­ing­ar eru nú um 390 þúsund og fjölg­ar um­tals­vert á hverju ári. Biðin eft­ir nýju hús­næði gæti orðið krefj­andi fyr­ir starfs­fólk og sjúk­linga.

Hvort af stækk­un við gamla spít­al­ann verður er al­ger­lega óljóst en ef farið yrði í ein­hvers kon­ar stækk­un á hús­næðinu, þá yrði það gert með þeim hætti að fram­kvæmd­ir gætu gengið hratt fyr­ir sig. Til­gang­ur­inn væri að auðvelda biðina eft­ir nýju hús­næði og koma til móts við deild eða deild­ir sem eru bún­ar að sprengja utan af sér aðstöðuna.

Heimild: Mbl.is