Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fjögurra íbúða við Aðalgötu 17 – 19 á Suðureyri. Það er Nostalgía ehf sem Elías Guðmundsson,fyrrverandi eigandi Fisherman, stýrir sem sem stendur fyrir uppbyggingunni. Að sögn Elíasar mun leiguíbúðafélagið Bríet kaupa íbúðirnar, en framkvæmdum á að vera lokið í júní 2024.
Nostalía ehf hefur einnig sótt um lóðir við Skipagötu 1 og Stefnisgötu 10 á Suðureyri undir frekari byggingaframkvæmdir og leggur skipulags- og mannverikjanefnd Ísafjarðarbæjar til að fyrirtækið fái þær. Er fyrri lóðin ætluð undir hús með létta framleiðslu og hin síðari er ætluð undir geymsluhúsnæði.

Þá er fyrirtækið Höfðastígur ehf, einnig á vegum Elíasar, að ljúka við byggingu tveggja frístundahúsa við lónið á Suðureyri, sem verða leigð út.
Heimild: BB.is