Home Fréttir Í fréttum Geymslubruninn kærumál

Geymslubruninn kærumál

127
0
Gríðarlegt tjón varð þegar eldur braust út í stóru húsnæði við Miðhraun í Garðabæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins FF 11 ehf. hafa lagt fram kæru á hend­ur tveim­ur fyr­ir­tækj­um, fast­eigna­fé­lag­inu Reg­in hf. og dótt­ur­fyr­ir­tæki þess, RA 5 ehf., fyr­ir meint brot gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um og lög­um um bruna­varn­ir vegna brun­ans í Miðhrauni 4 í Garðabæ 5. apríl 2018.

<>

Bygg­ist kær­an á niður­stöðum rann­sókn­ar Mann­virkja­stofn­un­ar og fleiri op­in­berra aðila á brun­an­um en hvorki var óskað eft­ir loka­út­tekt þegar hús­næðið var fyrst tekið í notk­un né út­tekt á stöðu fram­kvæmda við sama tæki­færi.

Eld­varna­eft­ir­lit slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins sinnti ekki reglu­bundnu eld­varna­eft­ir­liti í sam­ræmi við reglu­gerð og að lok­um var ekki sótt um leyfi fyr­ir breyttri notk­un bygg­ing­ar­inn­ar „þegar henni var breytt með af­ger­andi hætti úr kvik­mynda­stúd­íói fyr­ir Lata­bæ í lag­er með auknu bruna­álagi“.

Nýtt hlut­verk rým­is­ins var fatala­ger Drífu ehf. sem fram­leiddi og seldi úti­vistarfatnað úr hraðbrenn­an­legu efni. Eina lausn­in með til­liti til bruna­ör­ygg­is eft­ir þá breyt­ingu hefði að áliti Mann­virkja­stofn­un­ar verið vatnsúðakerfi fyr­ir mikla áhættu ásamt slíku kerfi í all­ar hill­ur. Hefðu eig­andi og for­ráðamaður hús­næðis­ins átt að gera sér grein fyr­ir auknu bruna­álagi vegna lag­ers Drífu ehf.

Var mat slökkviliðsstjóra að við fyrri notk­un húss­ins sem kvik­mynda­vers hefði bruni af þess­um toga aldrei verið mögu­leg­ur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is