Home Fréttir Í fréttum Forval á Fjarðarheiðargöngum í vor og útboð með haustinu

Forval á Fjarðarheiðargöngum í vor og útboð með haustinu

131
0

Forsvarsmenn Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að forval vegna Fjarðarheiðarganga fari fram í vor, formlegt útboð verði með haustinu og göngin verði opnuð fyrir umferð vor eða sumar 2030.

<>

Þetta kom fram á fundi Vegagerðarmanna með heimastjórn Seyðisfjarðar í síðasta mánuði. Þar kynnti Vegagerðin verkáætlun vegna hinna 13,3 kílómetra löngu ganga sem verða þá fjórtándu lengstu umferðagöng í veröldinni.

Vegagerðin gerir þannig ráð fyrir að útboð fari fram með næsta hausti en þau eru þegar fullhönnuð auk vega og brúa utan ganga.

Framkvæmdir hefjist því vorið 2024 en spár segja að jarðgangagröfturinn sjálfur taki um þrjú ár eða svo, gegnumslag verði þannig sumarið 2027 og fullnaðarfrágangur taki um þrjú ár eða svo. Göngin verði, samkvæmt þessum spám, opnuð fyrir umferð vorið eða sumarið 2030.

Heimastjórnin beinir því til sveitarstjórnarmanna að „sveitarstjórn Múlaþings haldi málinu vel að þingmönnum og ráðherrum og eigi í stöðugu samtali við þau um framgöngu þessara mikilvægu samgöngubóta.“

Heimild: Austurfrett.is