Home Fréttir Í fréttum Umbætur gerðar á gatnamótum

Umbætur gerðar á gatnamótum

135
0
Mynd: mbl.is/sisi

Reykja­vík­ur­borg er á loka­metr­un­um með verðfyr­ir­spurn vegna bráðabirðaaðgerða við gatna­mót Klepps­mýr­ar­veg­ar/​Skeiðar­vogs og Sæ­braut­ar. Þetta er svar borg­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins. Til­kynnt var í fe­brú­ar sl. að til stæði að bæta um­ferðarör­yggi á þess­um gatna­mót­um í Voga­hverfi.

<>

Við gatna­mót­in hafa orðið nokk­ur slys og óhöpp á und­an­förn­um árum. Slysa­saga gatna­mót­anna á ár­un­um 2012 til 2021 leiðir í ljós að skráðir voru 115 árekstr­ar á þess­um tíu árum. Þar af voru 11 slys með litl­um meiðslum og þrjú al­var­leg slys. Nítj­án ein­stak­ling­ar hlutu lít­il meiðsli og þrír al­var­leg meiðsli.

Nýtt hverfi við Elliðaár­vog­inn, Voga­byggð, hef­ur byggst upp á allra síðustu árum. Gang­andi veg­far­end­um, sem leið eiga um gatna­mót­in, hef­ur því fjölgað mikið. Á það ekki síst við um skóla­börn.

Götu­lýs­ing end­ur­nýjuð

Bráðabirgðaaðgerðirn­ar fel­ast í því að breikka stíg­inn sunn­an við Klepps­mýr­ar­veg að Sæ­braut og setja gang­braut­ar­lýs­ingu á öll svo­kölluð fram­hjá­hlaup (beygj­ur) gatna­mót­anna við Sæ­braut. Verið er að end­ur­nýja götu­lýs­ingu á Klepps­mýr­ar­vegi og Skeiðar­vogi og lýk­ur út­skipt­ingu á lömp­um fljót­lega.

Í svari Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir einnig að í sum­ar verði farið í var­an­legri aðgerðir. Sett­ar verði upp­hækk­an­ir og gang­braut­ar­merk­ing­ar í fram­hjá­hlaup­in og felld niður önn­ur af tveim­ur vinstri beygjuak­rein­um frá Klepps­mýr­ar­vegi til suðurs inn á Sæ­braut. Þá er á dag­skránni að laga miðeyj­ar Sæ­braut­ar.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um 1. fe­brú­ar sl. að ráðast í þess­ar aðgerðir. Und­ir­bún­ing­ur hef­ur farið fram í sam­vinnu við Vega­gerðina sem er veg­hald­ari á Sæ­braut.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu á fimmtu­dag­inn.

Heimild: Mbl.is