Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Kjarninn byggður í þrepum

Kjarninn byggður í þrepum

128
0
Ljósmynd/NSLH

Góður gang­ur hef­ur verið í upp­steypu svo­kallaðs meðferðar­kjarna, sem verður stærsta og mik­il­væg­asta bygg­ing Nýja Land­spít­al­ans við Hring­braut. Þrepa­gang­ur er í verk­inu frá vestri til aust­urs.

<>

Bygg­ing­arn­ar fimm, kallaðar stang­ir, verða kláraðar hver af ann­arri. Á stöng 1, sem er vest­ast, er farið að móta fyr­ir sjöttu og efstu hæðinni.

Haft er eft­ir Árna Kristjáns­syni, staðar­verk­fræðingi Nýs Land­spít­ala í Fram­kvæmda­frétt­um NLSH, að fyrstu vegg­ir 6. hæðar í vest­ur­hluta voru steypt­ir í fe­brú­ar og fyrstu þakplat­an nú í mars.

Helstu verkþætt­ir sem nú eru í vinnslu við upp­steyp­una eru við móta­upp­slátt, járna­bend­ingu, eft­ir­spennu og upp­setn­ingu stál­virk­is.

Heimild: Mbl.is