Home Fréttir Í fréttum Þriðji áfangi Arnarnesvegar í útboð

Þriðji áfangi Arnarnesvegar í útboð

297
0
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum vegi.

Vegagerðin býður út þriðja áfanga Arnarnesvegar (411-07) milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar.

<>

Tilboð verða opnuð 18. apríl. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist sumarið 2023 og áætlað er að verkinu ljúki haustið 2026.

Í tengslum við framkvæmdina hefur verið unnið myndband sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd.

Útboðið nefnist „Arnarnesvegur (411-07), Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut“. Í því felst nýbygging Arnarnesvegar á um 1,9 km kafla, auk þess sem byggð verða brúarmannvirki og undirgöng.

Framkvæmdirnar felast í nýbyggingu Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi.

Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II.

Einnig verður unnið við hljóðdeyfigarða og hljóðveggi, regnvatnslagnir, snjóbræðslulagnir, settjörn, regnbeð, götulýsing og lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar.

Auk vegagerðarinnar verða eftirfarandi mannvirki byggð:

Akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg.
Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs.
Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel.
Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg.
Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar.
Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar.
Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal.
Göngu- og hjólabrú á Dimmu

Tilboð verða opnuð 18. apríl. Ef allt gengur að óskum ætti verktaki að geta hafið framkvæmdir sumarið 2023. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið í haustið 2026.

Markmiðið með framkvæmdinni er að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15.000 manns. Þá mun vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna.

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu.

Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.

Verkfræðistofan Verkís hefur unnið myndband fyrir Vegagerðina þar sem sjá má þrívíddarlíkan af fyrirhuguðum framkvæmdum.

Heimild: Kopavogur.is