Home Fréttir Í fréttum Nokkur hreyfing með at­vinnu­hús­næði í kortunum

Nokkur hreyfing með at­vinnu­hús­næði í kortunum

97
0
Ljósmynd: Aðsend mynd /Vb.is

Viðbúið er að erfið staða veitingageirans og miklar framkvæmdir hins opinbera valdi hreyfingum á markaði með atvinnuhúsnæði á næstunni, sér í lagi miðsvæðis.

<>

Innan veitingageirans er nú kvartað sáran undan kostnaðarverðshækkunum og gæti það valdið hreyfingu á markaðnum með húsnæði fyrir veitingastaði. Töluverð hreyfing er einnig fyrirsjáanleg á atvinnuhúsnæðismarkaði í miðborginni á næstu misserum vegna framkvæmda hjá hinu opinbera.

Í ritinu fjármálastöðugleiki, sem Seðlabankinn gaf út í september, segir að rekstur stóru atvinnuhúsnæðisfélaganna, Eikar, Regins og Reita, gefi vísbendingar um nokkuð jákvæðar horfur á atvinnuhúsnæðismarkaði.

Ávöxtun fjárfestingareigna hjá félögunum þremur hafi mælst 5,3% á fyrri helmingi ársins og arðsemi eiginfjár mikil í sögulegu samhengi.

Í ritinu kom fram að vísitala raunverðs atvinnuhúsnæðis mældist 17,7% yfir metinni langtímaleitni um mitt síðasta ár og hafði þá hækkað um 15,3% undanfarna tólf mánuði.

Í þróttmiklum hagvexti líkt og var hér á landi á síðasta ári má vænta þess að afkoma leigufélaga með atvinnuhúsnæði sé með ágætum og ekki lengur þörf á sérstökum Covid-úrræðum fyrir lántaka. Þó hljóta hækkandi vaxtakjör að bíta.

Heimild: Vb.is