Home Fréttir Í fréttum Bora 30 sjóholur í Þorlákshöfn

Bora 30 sjóholur í Þorlákshöfn

263
0
Guðmundur Á. Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambandsins (t.v.) og Heimir Ingimarsson, jarðfræðingur Landeldis (t.h.) við undirritun samningsins. Ljósmynd/Landeldi

Land­eldi hf. og Rækt­un­ar­sam­band Flóa og Skeiða ehf. hafa skrifað und­ir verk­samn­ing um bor­un á 30 sjó­hol­um í Þor­láks­höfn sem verða allt að 100 metr­ar á dýpt. Jafn­framt er stefnt á bor­un á ferskvatns­hol­um og mæli- og vökt­un­ar­hol­um, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

<>

Þar seg­ir að samn­ing­ur­inn trygg­ir Land­eldi hrauns­íaðan sjó fyr­ir all­an fyrsta áfanga fé­lags­ins, en hon­um er ætlað að skila 7.300 tonn­um af heil­um laxi á ári. Full­byggð land­eld­is­stöð er áætlað að skili 20 þúsund tonna fram­leiðslu á ári.

Verktím­inn vegna sjó­hol­anna er áætlaður 15 mánuðir. Bor­inn Saga notaður til verks­ins og verður haf­ist handa á kom­andi vik­um.

Rækt­un­ar­sam­bandið skuld­bind­ur sig til að fjár­festa í raf­magn­spress­um og Land­eldi til að út­vega raf­orku til verks­ins. Full­yrt er í til­kynn­ing­unni að „með þessu er olíu skipt út fyr­ir raf­orku í bor­verk­inu að stór­um hluta, sem er nýj­ung hér á landi í bor­un á sjó­hol­um. Samn­ing­ur­inn er einn um­hverf­i­s­væn­asti sinn­ar teg­und­ar og liður í veg­ferð beggja fyr­ir­tækja að settu mark­miði í um­hverf­is­mál­um.“

Stærsti samn­ing­ur­inn

„Við höf­um þegar borað 20 hol­ur fyr­ir Land­eldi síðan 2020 og sam­starfið verið bæði gott og lær­dóms­ríkt. Samn­ing­ur­inn er því eðli­legt fram­hald til að ná fram sem best­um lær­dómi og hagræðingu í bor­verk­inu með til­liti til þarfa lax­eld­is­ins.

Samn­ing­ur­inn er sá stærsti sem Rækt­un­ar­sam­bandið hef­ur gert við ein­stak­an aðila í bor­hol­um hingað til og kall­ar á auk­in um­svif hjá Rækt­un­ar­sam­band­inu með frek­ari mannaráðning­um,“ Guðmund­ur Á. Böðvars­son, fram­kvæmda­stjóri Rækt­un­ar­sam­bands­ins.

„Með þess­um samn­ingi trygg­ir Land­eldi sér aðgang að sjó til að rækta um 8 til 10.000 tonn af laxi ár­lega. Rækt­un­ar­sam­bandið hef­ur stutt vel við Land­eldi síðustu árin og sam­eig­in­lega hafa fé­lög­in þróað tölu­verða nýbreytni við hönn­un á sjó­hol­um með virki­lega góðum ár­angri.

Í þess­um stóra samn­ingi mun­um við færa okk­ur úr ol­íu­drifn­um loft­press­um í raf­magns loft­press­ur sem hef­ur mik­il áhrif á kol­efn­is­fót­spor hverr­ar holu og er það liður í þeirri veg­ferð Land­eld­is að velja eins og kost­ur er um­hverf­i­s­væn­ar leiðir í upp­bygg­ingu og rekstri fé­lags­ins,“ seg­ir Heim­ir Ingimars­son, jarðfræðing­ur Land­eld­is.

Heimild: Mbl.is