Home Fréttir Í fréttum Fjörður tvöfaldast að stærð

Fjörður tvöfaldast að stærð

4
0
Verslunarmenn eru um þessar mundir að ljúka við undirbúning fyrir opnun á föstudag. Ljósmynd/Aðsend

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Firði, verslunarmiðstöð Hafnafjarðar, sem hefur nær tvöfaldast að stærð.

Í tilkynningu frá Firði segir að stækkunin sé samtals upp á um 8.700 fermetra og að Hafnfirðingar fái að sjá afraksturinn á föstudag. Átján íbúða hótel, Strand Hotel Apartments, opnar svo formlega í Firði Hafnarfirði um mánaðamótin.

Tímamótunum verður fagnað í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ með flugeldasýningu kl. 19.20 á föstudagskvöld.

31 lúxusíbúð hefur verið reist í Firði. Ljósmynd/Aðsend

Þá hafa 31 lúxusíbúð verið reist í Firði og hluti þeirra verið seldur.

Í tilkynningunni er haft eftir Valdimar Víðissyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, að uppbyggingin í Firði sé eitt stærsta framfaraskref sem stigið hafi verið í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi.

Meðal þeirra verslana sem munu líta dagsins ljós í stækkaðri verslunarmiðstöð eru Gina Tricot, Lindex, A4, Lemon, Klukkan, Daily Comforts, Emil og Lína, Kona, Skóhöllin, Lyf og heilsa, Augastaður, Leikfangaland og Daría & Herrar – verslun með kvenfatnað og herraföt.

Heimild: Mbl.is