Home Fréttir Í fréttum Bjóða lán með nýjum íbúðum

Bjóða lán með nýjum íbúðum

22
0
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk. mbl.is/Árni Sæberg

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir fyrirtækið hafa stofnað ÞG Sjóð til að auðvelda kaupendum nýrra íbúða að fjármagna kaupin.

Fyrirkomulagið minnir á hlutdeildarlánin og kaupandinn þarf einungis að leggja fram 10% af kaupverði til að eignast nýja íbúð. Þannig mun ÞG Sjóður eiga allt að 25% hlut í íbúð fyrstu kaupenda en 20% í íbúð annarra kaupenda.

ÞG Sjóður mun eiga hlutinn í allt að 10 ár en þá er gert ráð fyrir að kaupandinn hafi veðrými til að kaupa hann. Greitt er 5% leigugjald á ári fyrir hlut ÞG Sjóðs og er fjárhæðin jafnframt vísitölutryggð.

Heimild: Mbl.is