Home Fréttir Í fréttum Baðstaður skipulagður í Krossavík á Hellissandi

Baðstaður skipulagður í Krossavík á Hellissandi

218
0
Baðhúsið stendur á bakkanum við Krossavík, rétt hjá Hvíta húsinu, og þar verða margvísleg böð. Ljósmynd/mbl.is

Unnið er að und­ir­bún­ingi baðstaðar á Snæ­fellsnesi, Krossa­vík­urbaða, vest­an við þorpið á Hell­is­sandi. Kári Viðars­son, sem er hug­mynda­smiður­inn að þessu verk­efni eins og fleir­um á Hell­is­sandi, tel­ur að staðsetn­ing­in verði sérstaða baðanna.

<>

Útsýnið sé ein­stakt, meðal ann­ars til Snæ­fells­jök­uls. Þá geti þessi baðstaður veitt skemmti­lega upp­lif­un á vetr­um, í mis­jöfn­um veðrum. Til að mynda sé brimið stór­feng­legt.

Snæ­fells­bær hef­ur aug­lýst breyt­ingu á aðal- og deili­skipu­lagi fyr­ir svæði við gömlu hafn­ar­mann­virk­in í Krossa­vík, vest­ar­lega á Hell­is­sandi.

Gert er ráð fyr­ir bygg­ingu allt að 500 fer­metra baðstaðar með allt að 1.200 fer­metra úti­svæði. Ýmsir pott­ar og böð verða við baðstaðinn og stutt er í sjó­inn við gömlu hafn­ar­mann­virk­in. Þá er vita­skuld gert ráð fyr­ir bíla­stæðum.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu.

Heimild:Mbl.is