Home Fréttir Í fréttum Eftirspurn eftir lóðum í Goðahrauni í Vestmannaeyjum

Eftirspurn eftir lóðum í Goðahrauni í Vestmannaeyjum

245
0
Mynd: Eyjafrettir.is

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa í Vestmannaeyjum fór fram í vikunni.

<>

Fyrir fundinum lágu þrjú mál en öll voru þau umsóknir á lóðum í Goðahrauni. Bragi Magnússon fyrir hönd DVG fasteignafélags ehf. sótti um lóðir við Goðahraun 3, 5 og 22. Eigendur DVG fasteignafélags ehf. eru Viðar Sigurjónsson, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir og Gylfi Sigurjónsson.

Í dag standa fimm hús við gamla suðurbotnlangann í götunni en öll voru þessi hús byggð snemma eða um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Við nyrðri botnlangann hefur öllum sjö íbúðarlóðum verið úthlutað og eru framkvæmdir hafnar á þeim öllum en sá stóð auður allt til ársins 2017.

Heimild: Eyjafrettir.is