Home Fréttir Í fréttum 31.01.2023 Grundaskóli C-álma – Endurbætur 2022

31.01.2023 Grundaskóli C-álma – Endurbætur 2022

540
0
Mynd: Skagafrettir.is

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í endurbætur á C-álmu Grundaskóla á Akranesi.

<>

Um er að ræða breytingar og endurbætur á 3 hæða byggingu á lóð Grundaskóla á Akranesi. Byggingin stækkar þannig að 3. hæð fær að hluta til hærra þak sem nær gafla á milli.

Að vestanverðu verður byggt nýtt anddyri ásamt því að byggt verður yfir eldri útistiga. Á suðurhlið verður anddyri stækkað og að norðanverðu verður byggt nýtt anddyri.

Innandyra verður byggingin endurnýjuð að miklu leyti, tilfærslur verða á rýmum, salerniskjarnar verða færðir til og almennt lögð áhersla á björt rými með góðri hljóðvist og góðu aðgengi. Raf-, pípu- og loftræsikerfi verða endurnýjuð.

C-álman stækkar úr 2.320 m2 í 2.750 m2. Þar af eru ný anddyri og stækkun anddyra á 1. hæð samtals 230 m2, ný bygging í kringum stiga á 2. hæð er um 30 m2 og stækkun 3. hæðar er um 170 m2, en 3. hæðin er fyrir um 180 m2.

Verkið er með áfangaskilum 30. júní 2024 og verklok eru 30. nóvember 2024. Verkið er auglýst á EES svæðinu.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef  Akraneskaupstaðar, slóð https://akranes.ajoursystem.net/.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 31. janúar 2023.  Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Útboðsgögn afhent: 27.12.2022 kl. 11:00
Skilafrestur 31.01.2023 kl. 11:00
Opnun tilboða: 31.01.2023 kl. 11:00

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Sjá frekar