Home Fréttir Í fréttum Verða að leita til Minjastofnunar áður en gömlum húsum er breytt

Verða að leita til Minjastofnunar áður en gömlum húsum er breytt

150
0
Hús í Reykjavík. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Eigendur húsa sem reist voru 1940 eða fyrr verða frá og með áramótum að leita umsagnar Minjastofnunar áður en þeir ráðast í breytingar. Hús verða ekki lengur friðuð sjálfkrafa þegar þau verða hundrað ára.

<>

Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól breytingar á lögum um menningarminjar. Frá setningu þeirra árið 2013 var gengið út frá því að byggingar nytu húsafriðunar sjálfkrafa hundrað árum eftir að þær voru reistar.

ð óbreyttu hefði þetta leitt til þess að holskefla húsa yrði friðuð næstu ár. Það er vegna mikillar húsnæðisuppbyggingar frá 1923 fram að heimskreppu um 1930. Þingmenn samþykktu að miða þess í stað við að hús væru byggð 1923 eða fyrr til að þau yrðu friðuð sjálfkrafa vegna aldurs.

Önnur breyting hefur áhrif á yngri hús og það strax um áramót. Hingað til hafa húseigendur þurft að leita álits Minjastofnunar áður en þeir ráðast í framkvæmdir ef húsið var reist fyrir 1925. Nú eru þau tímamörk færð til ársins 1940.

Minjastofnun getur ekki bannað fólki að breyta þessum húsum en getur lagt til skilyrði fyrir breytingunum eða hvatt til friðunar þeirra.

Í Hafnarfirði.
Mynd: Ruv.is – Anton Brink

Lagabreytingin á sér langan aðdraganda. Árið 2015 lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, til sambærilegar breytingar og nú sem ekki náðu fram að ganga. Þá var miðað við að sjálfkrafa aldursfriðun yrði þá úr sögunni og miðað við árið 2015. Sigmundur Davíð lagði til eina breytingu á frumvarpinu sem nú varð að lögum, að í stað þess að sjálfkrafa húsafriðun miðaðist við árið 1923 yrði miðað við 1930. Sú tillaga var felld.

Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að miðað yrði við árið 1930 um aldur húsa sem

Forsvarsfólk Minjastofnunar fagnaði frumvarpinu í fréttum RÚV í sumar. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, sagði þá nauðsynlegt að breyta lögunum svo óhemju fjöldi húsa yrði ekki friðaður án þess að hafa sérstakt verndargildi.