Í dag skrifuðu Grindavíkurbær og Grindin ehf. undir verksamning um byggingu félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Grindavík.
Um er að ræða staðsteypt hús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Húsið mun tengjast núverandi húsi að vestanverðu á 1. og 2. hæð og gert er ráð fyrir tengingu við fyrirhugaðar íbúðir að austanverðu á 1. hæð.
Framkvæmdir hefjast á nýju ári og eru áætluð verklok um sumar 2024.
Heimild: Grindavik.is