Home Fréttir Í fréttum Þörfin fyrir uppbyggingu er mikil

Þörfin fyrir uppbyggingu er mikil

171
0
Stykkishólmur. mbl.is/Sigurður Bogi

Gert er ráð fyr­ir tæp­lega 40 íbúðum af ýms­um stærðum og gerðum í nýju íbúðahverfi í Stykk­is­hólmi sem nefn­ist Vík­ur­hverfi.

<>

Fram­kvæmd­ir þar við gatna­gerð eiga að hefjast á nýju ári en að brjóta nýtt land und­ir íbúðabyggð er viðbragð sveit­ar­fé­lags­ins við fjölg­un íbúa og fyr­ir­liggj­andi þörf á bygg­ing­ar­lóðum sam­kvæmt hús­næðisáætl­un sveit­ar­fé­lags­ins, seg­ir Jakob Björg­vin Sig­ríðar­son Jak­obs­son bæj­ar­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Íbúum hef­ur fjölgað um 46 á tveim­ur árum

Íbúar í sam­einuðu sveit­ar­fé­lagi Stykk­is­hólms og Helga­fells­sveit­ar eru skv. nýj­ustu töl­um nú orðnir 1.308, en íbú­um hef­ur fjölgað á tveim­ur árum um 46. Slíkt kall­ar á marg­vís­lega innviðaupp­bygg­ingu og þróun ým­issa verk­efna.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is