Home Fréttir Í fréttum Seldi íbúðir fyrir 16 milljarða í ár

Seldi íbúðir fyrir 16 milljarða í ár

189
0
Hluti af byggingum ÞG Verks í Arkarvogi í Vogabyggð í Reykjavík. Teikning/ONNO

Verk­taka­fyr­ir­tækið ÞG Verk seldi ríf­lega 200 íbúðir í ár en það er í eigu Þor­vald­ar Giss­ur­ar­son­ar.

<>

Miðað við að meðal­verð seldra íbúða hafi verið 80 millj­ón­ir króna hef­ur sal­an skilað ÞG Verki um 16 millj­örðum króna. Meiri­hluti hinna seldu íbúða er á þétt­ing­ar­reit­um í Voga­byggð í Reykja­vík en Urriðaholt og Sunnu­smári reynd­ust einnig drjúg í söl­unni.

Fram­legðin að minnka

„Bygg­ing­ar­kostnaður hef­ur verið að hækka allt árið og sölu­verðið líka, eða öllu held­ur lengst af fram á haustið,“ seg­ir Þor­vald­ur. „Á sum­um tíma­punkt­um inn­an árs­ins hef­ur verðlagn­ing íbúðanna hækkað hraðar og meira en bygg­ing­ar­kostnaður­inn og svo hef­ur það snú­ist við og jafn­ast í hina átt­ina, sér­stak­lega á seinni hluta árs­ins.

Það er þó erfitt að segja ná­kvæm­lega til um það og kostnaðarkúrf­an á hverju verk­efni er svo mis­mun­andi eft­ir því á hvaða tíma­bili þorri íbúðanna var byggður,“ seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Horf­ur séu á að fram­legð af sölu nýrra íbúða verði minni á næsta ári en hún hafi verið í ár.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is