Home Fréttir Í fréttum Fokdýrt hátækniklósett komið á markað

Fokdýrt hátækniklósett komið á markað

381
0
Numi 2.0 Ljósmynd/Kohler.com

Banda­ríski baðvöru­fram­leiðand­inn Kohler hef­ur sett á markað snjall­kló­settið Numi 2.0, hið fyrsta sem er með inn­byggða Al­exa radd­stýr­ingu.

<>

Sal­ernið var fyrst kynnt árið 2019 og er nú loks fá­an­legt til kaups, en verðmiðinn hljóðar upp á 11500 doll­ara, eða sem sam­svar­ar tæp­um 1,7 millj­ón­um króna.

Hlaðið tækni og forðar heim­iliserj­um

Auk radd­stýr­ing­ar­inn­ar, sem ger­ir manni til að mynda kleift að spila tónlist úr inn­byggðum há­töl­ur­um skart­ar þetta há­tækn­isal­erni auk þess búnaði til að skola og þerra aft­ur­end­ann, sjálf­virk­um lyktareyði, hreinsi­kerfi með út­fjólu­bláu ljósi og hita í sæti.

Kló­settið gæti svo mögu­lega komið í veg fyr­ir heim­iliserj­ur, að minnsta kosti ef fólk pirr­ar sig að set­an sé skil­in eft­ir uppi, en hrey­fiskynj­ari sér um að opna set­una sjálf­virkt, og ekki síst, loka henni aft­ur að aðgerðum lokn­um.

Heimild: Mbl.is