Home Fréttir Í fréttum Áfram hringtorg við JL-hús

Áfram hringtorg við JL-hús

18
0
Áhugi var á því að breyta gatnamótunum í T-gatnamót en það hugnaðist Seltirningum ekki. Morgunblaðið/Eggert

Reykja­vík­ur­borg mun ekki hafa frum­kvæði að því að fækka ak­rein­um á Hring­braut eða breyta nú­ver­andi hring­torgi á mót­um Hring­braut­ar, Eiðsgranda og Ánanausta í T-gatna­mót.

<>

Þetta er eitt atriða í sam­komu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­ness um sam­göngu­mál í vest­ur­hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri og Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri und­ir­rituðu sam­komu­lagið 12. des­em­ber sl. og hef­ur það verið samþykkt í borg­ar­ráði.

Seltirn­ing­ar sætti sig ekki við breyt­ing­arn­ar
Árið 2023 bár­ust af því frétt­ir að ein­hverj­ir full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna í Reykja­vík teldu að til framtíðar væri æski­legt breyta hring­torg­inu við JL-húsið í klass­ísk ljós­a­stýrð T-gatna­mót.

Þór bæj­ar­stjóri mót­mælti þess­um hug­mynd­um harðlega í fjöl­miðlum. Sagði hann að Seltirn­ing­ar myndu ekki sætta sig við þess­ar breyt­ing­ar.

Vega­gerðin vega­hald­ari
Vega­gerðin fer með vega­hald þjóðvega á svæðinu, þar á meðal á Hring­braut. Vega­gerðin hef­ur staðfest að eng­ar breyt­ing­ar séu fyr­ir­hugaðar á gatna­mót­um Hring­braut­ar né veg­in­um sjálf­um.

Heimild: Mbl.is