Home Fréttir Í fréttum Þjótandi bauð lægst í Hásteinsvöll

Þjótandi bauð lægst í Hásteinsvöll

80
0
Hásteinsvöllur. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Þjótandi á Hellu átti lægsta tilboðið í jarðvinnu og lagnir við endurnýjun Hásteinsvallar í Vestmannaeyjum.

<>

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á rúmar 116 milljónir króna. Eitt annað tilboð barst í verkið, frá Fagurverki ehf í Reykjavík, rúmar 129,7 milljónir króna.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að ganga til samninga við Þjótanda.

Þjótandi byrjar á jarðvinnunni nú í janúar en Hásteinsvöllur á að vera tilbúinn til notkunar þann 1. maí næstkomandi.

Gervigrasmottan og útlagning hennar verður boðin út í byrjun janúar en lagning gervigrassins á að hefjast þann 1. apríl og tekur um fjórar vikur. Næsta vetur á svo að setja upp flóðlýsingu á vellinum sem verður tilbúin í maí 2026.

Heimild: Sunnlenska.is