Home Fréttir Í fréttum Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreit

Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreit

341
0
Í Sóltúni 2 (t.v.) er í dag rekið hjúkrunarheimili. Til stendur að stækka það hús og byggja svo allt að 79 íbúðir í stakstæðu fjölbýlishúsi við Sóltún 4 sem er til hægri á teikningunni. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir hjúkrunarrýmum þar. Mynd: ÚR SKIPULAGSTILLÖGU.

Íbúar í Túnum í Reykjavík segja sumir að síðasta tækifæri borgaryfirvalda til að skipuleggja hverfisgarð fyrir þau sem búa á svæðinu sé að fara forgörðum, með skipulagsbreytingum á lóðinni Sóltún 2-4, sem bíða samþykktar borgarráðs.

<>

Umhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í síð­ustu viku fyrir sitt leyti deiliskipu­lags­breyt­ingar á lóð­inni Sól­tún 2-4, en þar stendur til að byggja við núver­andi hjúkr­un­ar­heim­ili á lóð­inni, auk þess að reisa stakstætt fjöl­býl­is­hús með allt að 79 íbúðum á 5 til 6 hæð­um. Mál­inu hefur verið vísað til loka­af­greiðslu í borg­ar­ráði.

Gild­andi skipu­lag reits­ins gerði ráð fyrir því að hjúkr­un­ar­heim­ilið yrði stækkað og ný álma þess á allt að fjórum hæðum reist, auk þess sem lágreist tengi­bygg­ing yrði byggð á milli hús­anna tveggja. Reit­ur­inn er kall­aður Ármanns­reit­ur, en íþrótta­fé­lagið Ármann var þarna áður með íþrótta­mann­virki og félags­að­stöðu á svæð­inu.

Lóð­ar­hafar eru félögin Sól­tún fast­eignir ehf. og Fjalla­sól ehf., en þessi félög hafa skuld­bundið sig til þess að greiða Reykja­vík­ur­borg dágóða summu fyrir auk­inn bygg­ing­ar­rétt, eða 13.500 krónur hið minnsta fyrir hvern ein­asta fer­metra bygg­ing­ar­magns ofanjarðar sem bæt­ist við frá gild­andi skipu­lagi og sömu upp­hæð fyrir hvern ein­asta fer­metra sem ætl­aður verður undir íbúðir en ekki hjúkr­un­ar­rými sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu. Alls má ætla að þessi upp­hæð verði hátt á annað hund­rað millj­ón­ir.

Breyt­ing­arnar á skipu­lag­inu hafa verið umdeildar meðal íbúa í grennd­inni, sem settu fram ýmsar athuga­semdir við nýja skipu­lagið er það var til umsagnar hjá borg­inni fyrr á árinu. Í mörgum þeirra var ráð­stöfun lóð­ar­hluta númer 4 undir stærð­ar­innar fjöl­býl­is­hús gagn­rýnd á þeim grund­velli að með bygg­ingu þess yrði end­an­lega út um mögu­leik­ann á því að búa til vænan og grænan almenn­ings­garð fyrir íbúa hverf­is­ins.

Full­trúi VG greiddi atkvæði gegn skipu­lag­inu

Einnig var málið umdeilt í umhverf­is- og skipu­lags­ráði. Full­trúi Vinstri grænna í ráð­inu, Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi, greiddi atkvæði gegn sam­þykkt ráðs­ins og sagði í bókun sinni að svæði hefði „verið fal­legra með minna bygg­ing­ar­magni og stórum og fjöl­breyttum almenn­ings­garði“ enda væri „vöntun á nálægu and­rými innan hverf­is­ins“.

Líf sagði jafn­framt að borgin hefði átt, á fyrri stigum máls­ins, „að leggja sig fram við að eign­ast lóð­ina fyrst hætt var við áform um að stækka hjúkr­un­ar­heim­il­ið“.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck

„Þétt­ing byggðar á að tryggja sjálf­bærni hverfa þar sem versl­un, þjón­usta, lyk­il­stofn­an­ir, afþrey­ing og and­rými tvinn­ast vel sam­an. Það virð­ist hins vegar ekki verið búið að hugsa þá sam­þætt­ingu hverf­is­ins til enda í þessu máli og því erfitt að sjá að upp­bygg­ingin sam­ræm­ist að öllu leyti Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur,“ sagði einnig í bókun Líf­ar. Sjálf­stæð­is­menn í ráð­inu sátu svo hjá við afgreiðslu máls­ins.

Minna land­rými fari undir bygg­ingar

Full­trúar borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans sögðu hins vegar í sinni bókun að lóðin væri á skipu­lögðu íbúða­svæði sam­kvæmt aðal­skipu­lagi og lengi hefði staðið til að byggja þar, þó reyndar hefði staðið til að byggja hjúkr­un­ar­heim­ili en ekki almennar íbúð­ir.

Í bókun full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisnar sagði að verið væri að auka bygg­ing­ar­magn­ið, með hækkun bygg­inga og stækkun bíla­kjall­ara, en á móti var bent á að þar sem hætt væri við tengi­bygg­ingu á milli hús­anna drægi úr yfir­borðs­fleti upp­bygg­ing­ar­inn­ar.

Full­trúar meiri­hlut­ans vís­uðu til svara full­trúa emb­ættis skipu­lags­full­trúa við athuga­semdir íbúa og að nið­ur­staða grein­ingar væri að skugga­varp breytt­ist óveru­lega vegna breyttrar til­lögu og væri innan þeirra marka sem við mætti búast þegar upp­bygg­ing ætti sér stað í þéttri borg­ar­byggð.

„Mik­il­vægt að hugað sé vel að göngu- og hjóla­leiðum á svæð­inu og umferð­ar­ör­yggi allra veg­far­enda sé tryggt. Suður af upp­bygg­ar­reitnum er áfram gert fyrir almenn­ings­garði fyrir hverfið sem mik­il­vægt að þróa í kjöl­far­ið, í góðu sam­ráði við nærum­hverf­ið,“ sagði í bókun full­trúa meiri­hlut­ans.

Útsýni, skugga­mynd­un, umferð­ar­mál og hverf­is­garður

Sem áður segir bár­ust ýmsar athuga­semdir frá íbúum í grennd­inni er skipu­lags­til­lagan var aug­lýst í vor. Margar voru þær áþekk­ar, jafn­vel algjör­lega sam­hljóða.

„Með breyt­ingu á bygg­ing­unni, með því að hækka hana, mun skugg­inn hylja algjör­lega pall­inn okkar á þeim tíma sem njótum sól­ar­innar mest,“ sögðu íbúar í Mána­túni 2, sem sögð­ust helst hafa keypt íbúð sína þar til þess að njóta palls­ins og sól­ar­inn­ar.

„Stærð húss og fjöldi íbúða að Sól­túni 4, sam­kvæmt þessu breytta skipu­lagi, er allt of mik­ill að mínu mati. Þessu getur ekki annað en fylgt stór­aukin bíla­um­ferð, sem sér­stak­lega mun valda ónæði hjá íbúum í Mána­túni 1 með inn­keyrslu og fjölda bíla­stæða alveg við Sól­túnið rétt hjá íbúðum á fyrstu hæð húss­ins við Mána­tún 1,“ sagði íbúi í Mána­túni 1, sem einnig sagði skugga eiga eftir að falla á neðstu hæðir þess húss.

„Nú þegar er staðan sú að það er vart hægt að kom­ast út úr hverf­inu eftir kl. 15. á dag­inn vegna umferð­ar­tafa í Borg­ar­túni og Nóa­túni.

Hér hef ég ekki minnst á bíla­stæða­málin sem er upp á sömu bók­ina lært,“ sagði íbúi í Mána­túni 5. „Það litla and­rými sem er til staðar mun skerð­ast alveg. Aðeins verður hægt að sjá í næsta hús­vegg og inn um glugg­ana hjá næstu nágrönn­um. Hvaða gæði eru nú það? – ekk­ert prí­vat­líf leng­ur,“ sagði íbúi í Mána­túni 6.

Engin borg­ar­leik­völlur fyrir börn í 2.500 manna hverfi

All­nokkrir íbúar settu svo nafn sitt við athuga­semd í nokkrum liðum sem hófst á eft­ir­far­andi til­vitnun í nýtt aðal­skipu­lag borg­ar­innar fram til 2040: „Skipu­lags­starf að gæðum byggðar miðar að því að búa til staði og umhverfi þar sem fólk lifir og hrær­ist en ekki ein­göngu vinnur og sef­ur. Áherslan er lögð á að úti­vist­ar­svæði, gang­stéttir og hverfi borg­ar­innar myndi umgjörð um lif­andi og aðlað­andi staði sem ýta undir aukin og gagn­kvæm sam­skipt­i.“

Í athuga­semd­inni sagði að skipu­lags­til­lagan í Sól­túni gengi þvert gegn þessum hug­mynd­um, og einnig skipu­lagi reits­ins í því sama aðal­skipu­lagi, þar sem hámarks­hæð bygg­inga hefði verið skil­greind fjórar hæð­ir. Tekið skal fram að í svari skipu­lags­full­trúa borg­ar­innar við þess­ari athuga­semd segir að gert sé ráð fyrir 5 hæða bygg­ingu á þessum stað, sem geti jafn­vel verið 6-7 hæðir ef efstu hæðir sé inn­dregn­ar.

Í sömu athuga­semd íbúa segir að til­lög­urnar fari gegn stefnu aðal­skipu­lags­ins um að hverf­is­garðar verði í mest 500 metra fjar­lægð frá íbúð­um. Bent er á að frá fyr­ir­hug­uðu fjöl­býl­is­húsi við Sól­tún 4 sé 800 metra loft­lína að næsta almenn­ings­garði, sem sé Klambratún, og að þangað sé göngu­leiðin um kíló­met­er.

„Í þessu hverfi er sér­stak­lega brýn þörf á almenn­ings­garði – hverfið er ram­mað inn af þungum umferð­ar­götum og börn eiga því ekki auð­velt með að fara á leik­svæði utan hverf­is­ins.

Nú er hins vegar eng­inn leik­völlur á vegum borg­ar­innar innan hverf­is­ins. Sá nálæg­asti er í Stór­holti og nálæg­asti bolta­völlur er við Háteigs­skóla. Börn í hverf­inu á yngri stigum grunn­skóla fara ekki fylgd­ar­laust á þessi svæði og tæki­færi þeirra til úti­vistar því tak­mörk­uð,“ segir í þess­ari athuga­semd, sem nokkrir íbúar í hverf­inu gera að sinni, sem áður seg­ir.

Bent er á að í hverf­inu búi nú um 2.500 íbú­ar, og þar starfi auk þess nokkur þús­und manns til við­bót­ar. „Hvergi á svæð­inu er opið grænt almenn­ings­rými. Fyr­ir­sjá­an­legt er að íbúum fjölgi enn frekar á næstu árum með upp­bygg­ingu svæð­is­ins sem hefur verið kallað Hátún+, þar sem er gert ráð fyrir allt að átta hæða háum íbúða­bygg­ing­um.

Auk þess stendur til að byggja nokkur hund­ruð íbúðir við Lauga­veg, ofan við hverf­ið. Það hlýtur því í besta falli að telj­ast mikil skamm­sýni að hefja þá auknu upp­bygg­ingu sem boðuð er í nýju aðal­skipu­lagi á því að koma í veg fyrir að hægt verði að byggja upp grænt svæði í miðju hverf­is­ins.

En eina auða svæðið í hverf­inu er það sem hér er til umræðu, og er mitt á milli hjúkr­un­ar­heim­ilis og skóla, sem hlýtur að telj­ast ákjós­an­leg stað­setn­ing fyrir hverf­is­garð,“ segir í athuga­semd­inni frá íbú­um.

Emb­ætti skipu­lags­full­trúa hjá borg­inni brást við þessum athuga­semd­um, og fleirum, í umsögn sinni um málið sem sett var fram í októ­ber.

Í svari við því að til stæði að byggja of mikið á reitnum benti skipu­lags­full­trúi á að allt frá því að skipu­lags­breyt­ingar voru gerðar árið 2005 hefði legið fyrir að byggt yrði á lóð­inni nokkuð umfangs­mikið mann­virki. Breyt­ing­arnar sem nú væri verið að gera væru í anda fyrri breyt­inga og þess að nýta þetta land mið­svæðis í borg­inni vel.

„Reit­ur­inn er innan áhrifa­svæðis Borg­ar­línu og hágæða almenn­ings­sam­gangna og mið­lægt stað­settur í nágrenni við fjöl­mennan atvinnu­kjarna. Því eru sterk rök fyrir því að nýta svæðið vel,“ segir í umsögn emb­ættis skipu­lags­full­trúa.

Athuga­semdum þess efnis að fyr­ir­hug­aðar bygg­ingar væru of háar var svarað með þeim hætti að þróun byggða­mynsturs­ins þarna í kring hefði verið sú að hús væru frá 5 og allt upp í 10 hæð­ir.

Því væri þessi upp­bygg­ing í góðum takti við nágrenn­ið. Hvað áhyggjur íbúa af skugga­varpi varðar voru breyt­ing­arnar sagðar óveru­legar frá gild­andi deiliskipu­lagi, og „innan þeirra marka sem við má búast þegar upp­bygg­ing á sér stað í þéttri borg­ar­byggð“.

Ein­hverjir íbúar settu fram áhyggjur af því að missa útsýni sitt með til­komu nýbygg­ing­ar­innar við Sól­tún 4. Því svarar skipu­lags­ful­trúi með eft­ir­far­andi hætti:

„Benda má á að aðilar í þéttri borg­ar­byggð geta ekki búist við því að óbyggðar og van­nýttar lóðir í nágrenni þeirra hald­ist óbyggðar eða óbreyttar um aldur og æfi og að réttur til óbreytts útsýnis er ekki bundið í lög.“

Ekki borg­ar­land

Emb­ætti skipu­lags­full­trúa svar­aði svo ákalli íbúa um að lóðin yrði fremur nýtt undir stóran hverf­is­garð með því að benda á að lóðin væri í eigu ákveð­inna aðila, en væri ekki van­nýtt borg­ar­land. Reykja­vík­ur­borg hefði því tak­markað með það að gera hvað hún væri nýtt í.

„Lóð­ar­hafar komu með erind­i/­fyr­ir­spurn til skipu­lags­full­trúa þar sem þeir lýstu áhuga á því að breyta nýt­ingu húss á van­nýttum hluta lóð­ar­innar í íbúð­ar­hús í stað hjúkr­un­ar­heim­il­is, ein af skýr­ing­unum sem settar voru fram var að lóð­ar­hlut­inn hefði verið boðin fram til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­ilis en ekki var áhugi fyrir því af hálfu þeirra sem taka ákvarð­anir um það.

Tekið var jákvætt í að vinna breyt­ingu á deiliskipu­lagi m.t.t. þess. Þar sem umrædd lóð er ekki borg­ar­land er ekki ger­legt að fella niður heim­ildir sem eru á henni og gera grænt svæði þess í stað, enda gekk end­ur­skoðun deiliskipu­lags reits­ins 2005 út á það að skipta mið­biki reits­ins upp þannig að ann­ars vegar yrði frek­ari upp­bygg­ing að norðan verðu og hins­vegar að gert yrði útvist­ar­svæði til suð­urs. Ekk­ert hefur breyst í því en[n] er til staðar ráð­stöfun þess efnis að gera úti­vista­svæði þar,“ segir í umsögn skipu­lags­fulltrúa.

Heimild: Kjarninn.is