Home Fréttir Í fréttum Rio Tin­to vill fé eða land í bætur frá Hafnar­­firði

Rio Tin­to vill fé eða land í bætur frá Hafnar­­firði

237
0
Mynd: fréttablaðið/anton

Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, ISAL, vill bætur frá Hafnarfjarðarbæ vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Þegar hefur Vegagerðin boðið bætur, en aðeins fyrir hluta þess lands sem tekinn er undir veginn.

<>

Vegagerðin tilkynnti Rio Tinto í mars síðastliðnum að rúmlega 85 þúsund fermetrar af landi álversins færu undir veginn.

En þetta er land sem álverið keypti af Hafnarfjarðarbæ árið 2004 þegar fyrirhugað var að byggðir yrðu tveir nýir kerskálar. Stækkun álversins var hins vegar felld í íbúakosningu í mars árið 2007.

Bótatilboð Vegagerðarinnar undanskilur hins vegar tæplega 20 þúsund fermetra, sem eru undir núverandi vegstæði á grundvelli þess að Vegagerðin hafi ekki gefið samþykki sitt fyrir sölunni árið 2004.

„Þar sem ISAL keypti allt landið af Hafnarfjarðarbæ árið 2004 telur fyrirtækið eðlilegt að til komi bætur fyrir þessa 19.612 fermetra enda vill fyrirtækið ekki afhenda landið endurgjaldslaust,“ segir í bréfi Bjarna Más Gylfasonar, upplýsingafulltrúa ISAL.

Kemur fram að fermetraverðið hafi hækkað að núvirði úr 559 krónum í 1.285 krónur. Umræddur hluti hefur því hækkað úr tæpum 11 milljónum í rúmar 25.

Leggur ISAL því til að Hafnarfjarðarbær annað hvort leiðrétti stöðuna með því að greiða þessar 25 milljónir eða bæti álverinu upp þessa fermetra annars staðar við jörðina.

Heimild: Frettabladid.is