Home Fréttir Í fréttum Úkraínumaður sem starfar fyrir Verkís í Georgíu

Úkraínumaður sem starfar fyrir Verkís í Georgíu

66
0
Volodymyr G. Pryvizentsev við vatnsaflsstöðin Akhalkalaki er hún var vígð í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Úkraínumaður­inn Volody­myr G. Pry­vizentsev er raf­magns­verk­fræðing­ur sem starfar fyr­ir ís­lensku verk­fræðistof­una Verkís. Hann var viðstadd­ur er vatns­afls­stöðin Ak­halkalaki í Georgíu var vígð við hátíðlega at­höfn í síðustu viku.

<>

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Volody­myr stöðina hafa mikla þýðingu fyr­ir svæðið og að þekk­ing Íslend­inga á end­ur­nýt­an­leg­um orku­gjöf­um hafi nýst vel við gerð vatns­afl­stöðvar­inn­ar.

Volody­myr kom fyrst til Íslands sum­arið 2007 í starfs­nám fyr­ir Raf­teikn­ingu, sem varð síðar að Verkís. Hann seg­ir það hafa verið al­gjör draum­ur að starfa fyr­ir fyr­ir­tækið, „þar sem að það var og er í far­ar­broddi með til­liti til reynslu og þekk­ing­ar í þróun end­ur­nýj­an­legr­ar orku, sér­stak­lega vatns­orku og jarðvarma“.

„Mér líkaði vel við Ísland og Íslend­inga svo ég ákvað að vera þar áfram,“ seg­ir Volody­myr en hann lærði alþjóðaviðskipta­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík og út­skrifaðist með meist­ara­gráðu þaðan árið 2010.

„Ég hafði trú á því að eft­ir­spurn eft­ir fólki með þekk­ingu á verk­fræði og viðskipta­fræði yrði mik­il í framtíðinni.“

Skrif­stofa opnuð í Kænug­arði

Árið 2010 opnaði Verkís skrif­stofu í Kænug­arði og lá því bein­ast við að Volody­myr flytti aft­ur til Úkraínu og gerðist for­stöðumaður skrif­stofu Verkís í Úkraínu. „Aðal­mark­miðið var að ganga frá samn­ing­um fyr­ir Verkís í rík­inu.“

Volody­myr hef­ur starfað lengið fyr­ir Verkís. Ljós­mynd/​Aðsend

Viðskipti í Úkraínu gengu hins veg­ar ekki eft­ir þar sem vatns­afl og jarðvarma­orka er af skorn­um skammti að sögn Volody­myrs og því leitaði hann til ná­granna­ríkja.

„Far­sæl­asta landið á svæðinu fyr­ir þróun vatns­afls­stöðva var Georgía þar sem Verkís var með fjöl­marga samn­inga.“

Hröð þróun

Árið 2016 var opnuð skrif­stofa Verkís í Tíbl­isi, höfuðborg Georgíu, og var Volody­myr gerður að for­stöðumanni fyr­ir svæðið.

Hann var ábyrg­ur fyr­ir viðskiptaþróun í Evr­as­íu, svæði sem sem nær yfir Kák­a­sus­svæðið (Georgíu, Armen­íu, Aser­baíd­sj­an), Mið-Asíu (Kasakst­an, Kirg­is­ist­an, Tadsjikist­an, Úsbekist­an), Úkraínu og Rússlandi, áður en Úkraínu­stríðið hófst í fe­brú­ar.

Volody­myr seg­ir að orku­geir­inn í Georgíu hafi þró­ast ört síðan árið 2008 þegar rík­is­stjórn Georgíu kynnti sér­stak­ar ráðstaf­an­ir til að efla bygg­ingu nýrra virkj­ana í land­inu. Enn í dag reiðir ríkið sig þó að miklu leyti á jarðgas frá Aser­baíd­sj­an og Rússlandi.

Fyrsta fjár­fest­ing­ar­verk­efnið

Líkt og áður sagði var Volody­myr viðstadd­ur er vatns­afls­stöðin Ak­halkalaki var vígð á laug­ar­dag. Verkís var í nánu sam­starfi við Lands­virkj­un við gerð stöðvar­inn­ar og seg­ir Volody­myr Ak­halkalaki breyta miklu fyr­ir svæðið.

Verkís var í nánu sam­starfi við Lands­virkj­un við gerð stöðvar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Vatns­afls­stöðin mun gegna mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir þróun þessa svæðis í Georgíu og tryggja raf­magn, störf og nýja innviði á svæðinu. Þetta er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir þróun lands­ins. Verk­efnið ger­ir mikl­ar kröf­ur er kem­ur að sam­fé­lags­legri ábyrgð,“ seg­ir Volody­myr og bæt­ir við að þessi stöð sé fyrsta fjár­fest­ing­ar­verk­efni Verkís er­lend­is af þessu tagi.

Upp­sett afl stöðvar­inn­ar er tæp­lega 10 MW og mun hún vinna um 50 GWst af end­ur­nýj­an­legri raf­orku ár­lega. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­sett afl stöðvar­inn­ar er tæp­lega 10 MW og mun hún vinna um 50 GWst af end­ur­nýj­an­legri raf­orku ár­lega.

Eig­end­ur verk­efn­is­ins eru þrír: Cauca­sus Cle­an Energy Hold­ing, sem fjár­fest­ir ein­ung­is í vatns­afls­virkj­un­um í Georgíu, LPV Co, sem er í eigu Lands­virkj­un­ar Power og verk­fræðistof­unn­ar Verkís og Hydro Energy, georgískt fé­lag sem var stofnað sér­stak­lega um upp­haf­lega þróun verk­efn­is­ins.

Volody­myr seg­ir að lok­um að Georgía bjóði upp á mikla ónýtta mögu­leika til að byggja upp vatns­afl og jarðhita. Þá sé að vænta stuðningsaðgerða frá stjórn­völd­um til að laða að einka­fjár­fest­ing­ar.

Heimild: Mbl.is