Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tilboðið var milljarði yfir áætlun

Tilboðið var milljarði yfir áætlun

502
0
Nýja byggingin verður framúrstefnuleg á þremur hæðum. Tölvumynd/Basalt arkitektar

Aðeins eitt til­boð barst í bygg­ingu leik­skóla við Njáls­götu í Reykja­vík. Útboðið var aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

<>

Til­boðið var meira en millj­arði króna yfir kostnaðaráætl­un, eða 71,6%. Þetta var í annað skiptið sem verkið var boðið út. Í fyrra skiptið átti að opna til­boð í ág­úst sl. en í ljós kom að ekk­ert til­boð hafði borist.

Þann 9. nóv­em­ber sl. voru til­boð opnuð í seinna útboðinu: „Miðborg­ar­leik­skóli og miðstöð barna. Upp­bygg­ing nýs leik­skóla og lóðar.“

Eitt til­boð barst, frá Eykt ehf. og var það að upp­hæð krón­ur 2.593.218.663.

Kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á krón­ur 1.510.838.746. Borg­in met­ur nú hvað verður gert í fram­hald­inu.

Heimild: Mbl.is