
Í dag undirritaði GG samning við Búseta um að byggja 42 íbúða fjölbýli á Laugarnesreit við gamla Íslandsbankahúsið. Framkvæmdir eru að hefjast og verður fyrsta skóflustunga tekin á morgun, 19. október.

Um er að ræða tvískipta byggingu með bílakjallara. Húsin verða staðsteypt og klædd að utan. Íbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og gerð, 2ja til fimm herbergja, allt frá 60 m² til rúmlega 140 m² að stærð.

Þetta er þriðja byggingaverkefnið sem GG Verk byggir fyrir Búseta frá árinu 2014.
Heimild: GGverk.is