Home Fréttir Í fréttum Sveppagró í nýju íþróttahúsi og aðgerða þörf

Sveppagró í nýju íþróttahúsi og aðgerða þörf

72
0
Miðgarður er fjölnota íþróttahús í Garðabæ. Ljósmynd/Aðsend

Niðurstaða út­tekt­ar sér­fræðinga á hús­næði íþrótta­húss­ins Miðgarðs í Garðabæ er að sveppa­gró hafi greinst í gúmmí­und­ir­lagi und­ir gervi­grasi. Um er að ræða jarðvegs­svepp og er talið að svepp­ur­inn hafi borist inn í húsið í leys­ing­um í mars þegar mikið vatn flæddi inn í húsið.

<>

Málið var rætt í bæj­ar­ráði í dag, en í fund­ar­gerð kem­ur fram að beðið sé frek­ari niðurstaðna um um­fang vand­ans. Reiknað er með að á ein­hverj­um tíma­punkti þurfi að fletta gervi­gras­inu upp og skipta um gúmmí­und­ir­lagið.

„Sam­kvæmt ráðlegg­ing­um sér­fræðinga verður jarðvegs­sveppn­um haldið niðri með reglu­legri sótt­hreins­un þangað til gúmmí­und­ir­lag verður fjar­lægt. Fyrsta sótt­hreins­un fór fram laug­ar­dag­inn 15. októ­ber. Reglu­leg sótt­hreins­un mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æf­ing­ar eða kennsla þar sem gervi­grasið er og tryggt verður að öll um­merki sótt­hreins­un­ar verða horf­in áður en notk­un hefst á ný eft­ir hverja hreins­un.“

Seg­ir jafn­framt í fund­ar­gerðinni að vegna tíðra loft­skipta og með reglu­legri sótt­hreins­un eigi að vera tryggt að heilsu barna, starfs­fólks, for­eldra og annarra gesta sé ekki ógnað. Þá verði fylgst með loft­gæðum og ef sveppa­gró fari yfir viðmiðun­ar­mörk verði allri starf­semi hætt um­svifa­laust.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá sveit­ar­fé­lag­inu í mars hafði mikið vatn safn­ast í kring­um bygg­ing­una og leys­inga­vatn flæddi inn í húsið. Bæj­ar­full­trú­inn Ingvar Arn­ar­son birti mynd­ir og mynd­bönd á Face­book sem sýndu hvernig um­horfs var dag­inn þegar flæddi inn.

Sagði í til­kynn­ing­unni þá að tek­ist hefði að forða tjóni en starfs­menn bæj­ar­ins hafi unnið hart að því að dæla vatni frá hús­inu alla nótt­ina. Höfðu sam­verk­andi þætt­ir or­sakað að það flæddi inn.

Vegna veðurs og mik­illa leys­inga rann vatn niður úr hlíðum Kópa­vogs, niður golf­völl­inn og safnaðist sam­an á nokkr­um klukku­tím­um, en tekið er fram að ekki sé lokið við fram­kvæmd­ir við gatna­kerfið á svæðinu, ásamt mót­töku­kerf­um, enda um nýtt hverfi að ræða.

Fyrstu æf­ing­ar í hús­inu fóru fram í fe­brú­ar, en form­leg opn­un­ar­hátíð var í apríl. Kostnaður við húsið nam fjór­um millj­örðum króna.

Heimild: Mbl.is