Home Fréttir Í fréttum Verkís velti 6 milljörðum

Verkís velti 6 milljörðum

184
0
Egill Viðarsson er framkvæmdastjóri Verkís verkfræðistofu, en hann tók við í fyrra. Ljósmynd: Aðsend mynd

Hagnaður verkfræðistofunnar Verkís nam 294 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 40% á milli ára.

<>

Hagnaður verkfræðistofunnar Verkís hf. nam 294 milljónum króna á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 504 milljónum króna árið áður og dróst því saman um rúmlega 40% á milli ára. Þetta kemur fram í samstæðureikningi félagsins.

Rekstrartekjur félagsins námu 5.977 milljónum króna á árinu 2021 og hækkuðu um 463 milljónir milli ára eða um 8,4%.

Eignir félagsins við árslok námu 2.166 milljónum og hækkuðu um 76 milljónir á árinu. Eigið fé félagsins nam 966 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 52,2%.

Meðalfjöldi starfsmanna samstæðunnar á árinu umreiknaður í heilsársstörf var 296 samanborið við 279 árið áður. Þá námu laun og launatengd gjöld rúmum 4,4 milljörðum króna.

Í ársreikningi segir að innrás Rússa í Úkraínu muni að öllum líkindum hafa áhrif á rekstur fyrirtækjanna sem heyra undir samstæðunni.

Verkís er með nokkur smærri verkefni í Rússlandi auk stærri verkefna í nálægum löndum, svo sem Georgía. Óvissa á svæðinu muni líklega hafa áhrif á þau verkefni, auk þess að tefja ákvarðanir um fjárfestingar í nálægum löndum.

Verkís á eignarhlut í fjölda annarra félaga og voru hlutirnir bókfærðir á 122 milljónir í lok árs. Hluthafar í félaginu voru 87 í lok árs, en félagið er í eigu breiðs hóps starfsmanna.

Egill Viðarsson er framkvæmdastjóri Verkís, en hann tók við starfinu í fyrra.

Heimild: Vb.is