Nú hefur eitt sögufrægasta hús miðbæjarins á Akuryeri, Strandgata eitt, verið sett á sölu. Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, teiknað af Guðjóni Samúelssyni og hefur hýst starfsemi Landsbankans frá árinu 1954.
Kláraði húsið í Photoshop
Þórhallur Jónsson, varaformaður skipulagsráðs Akureyrar, vakti fyrst athygli á málinu Facebook þegar hann „kláraði“ að byggja húsið í myndvinnsluforritinu Photoshop ásamt syni sínum. „Ég teiknaði í gærkvöldi i gamni, hæðina ofan á.
Hér erum við búnir að klára húsið eins og það var hugsað. Það hafa aðilar haft samband við mig sem hafa áhuga á þessu eftir að þeir sáu þessar teikningar að fara í það að byggja þarna bara við og stækka húsið. Og vera þara með alvöru hótel, bara stórt klassa hótel með flottum veitingastað á jarðhæðinni.
En ef þú fengir að ráða, værir einræðisherra á Akureyri. Myndir þú vilja sjá þarna ráðhús?
„Nei, falleg hugsun en ég myndi vilja sjá meira líf.
Bæjarstjórn skoðaði húsið
Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, lýst vel að fá ráðhúsið heim. „Persónulega er þetta ótrúlega falleg hugmynd, ráðhús við Ráðhústorg. Það verður ekki mikið fallegra en það.
Þannig að þetta er alveg eitthvað sem þið sláið ekkert útaf borðinu. Bæjarstjórnin er búin að skoða húsið?
„Já við gerðum það og fengum frábæran túr frá Arnari útibússtjóra. En við þurfum náttúrulega bara núna að máta við starfsemina og hvort þetta passar inn eða ekki, þarfagreiningin er eftir.
Heimild: Ruv.is