Home Fréttir Í fréttum Heimilt að rífa öll húsin á Heklureit

Heimilt að rífa öll húsin á Heklureit

251
0
Bílaumboðið Hekla hefur verið ofarlega á Laugavegi í fjölda ára. Mynd: Mbl.is

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur heim­ilað niðurrif á öll­um hús­um á Heklureitn­um, Lauga­vegi 168-174. Þarna á sem kunn­ugt er að rísa hverfi fjöl­býl­is­húsa með allt að 463 íbúðum. Það eina sem eft­ir stend­ur er bor­holu­hús á Lauga­vegi 174a.

<>

Hús­in á lóð nr. 168-174 við Lauga­veg eru skrif­stofu-, versl­un­ar- og iðnaðar­hús­næði, byggt á ár­un­um 1943-1972. Í deili­skipu­lagi fyr­ir lóðirn­ar, sem samþykkt var í fyrra, er niðurrif heim­ilað á öll­um hús­um.

Í deili­skipu­lag­inu er tekið fram að niðurrif mann­virkja er leyf­is­skyld starf­semi og fylgja ber verklags­regl­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Gera skal grein fyr­ir flokk­un og meðhöndl­un út­gangs.

Þá er lóðar­höf­um skylt að leggja fram áætl­un um niðurrif mann­virkja. Þeim er sömu­leiðis skylt að leggja fram áætl­un vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar á lóðunum og kynna hana fyr­ir eig­end­um fast­eigna á aðliggj­andi lóðum.

Heimild: Mbl.is