Home Fréttir Í fréttum Kaupir þakíbúð við Austurhöfn á 495 milljónir

Kaupir þakíbúð við Austurhöfn á 495 milljónir

155
0
Ljósmynd: Eyþór Árnason

Fokheld þakíbúð við Austurhöfn var seld á tæplega hálfan milljarð króna.

Hinn sjötugi Bruno Hans Muller, búsettur í Sviss, hefur fest kaup á 304 fermetra þakheldri lúxusíbúð við Austurhöfn á 495 miljónir króna. Fermetraverðið nam því ríflega 1,6 milljónum króna en kaupandans bíður að hanna og innrétta íbúðina.

Samkvæmt söluyfirliti eru sjávarútsýni við íbúðina, og gert ráð fyrir fimm herbergjum, fjórum baðherbergjum, þremur svölum, innangengt er úr lyftu beint í íbúðina auk þess að tvö bílastæði fylgja íbúðinni.

Búið er að selja nærri allar íbúðirnar 71 við Austurhöfn. Þá opnaði Marriott Edition fimm stjörnu lúxushótel síðasta vetur við hlið íbúðanna í Austurhöfn. Stærstu íbúðirnar við Austurhöfn eru þær dýrustu sem selst hafa hér á landi.

Dýrustu íbúðina sem er 354 fermetrar keypti Jónas Hagan Guðmundsson fjárfestir fokhelda á 620 milljónir króna.

Heimild: Vb.is

Previous articleHeimilt að rífa öll húsin á Heklureit
Next articleOpnun útboðs: Vogabyggð 2. Arkarvogur og Drómundarvogur – Gatnagerð og lagnir