Home Fréttir Í fréttum Oft ekki hugað að hjóla­stóla­not­endum við fram­kvæmdir

Oft ekki hugað að hjóla­stóla­not­endum við fram­kvæmdir

60
0
Formaður Sjálfsbjargar, félags hreyfihamlaðra, segist oft þurfa að snúa við og finna aðra leið þegar kemur að framkvæmdum. Mynd/Aðsend

Að­gengi fyrir ein­stak­linga sem notast við hjóla­stól getur oft verið lé­legt í hjá­leiðum sem smíðaðar eru fram hjá vinnu­svæðum þar sem fram­kvæmdir fara fram.

<>

„Maður er alls staðar að keyra þar sem maður kemst ekki fram hjá og þarf jafn vel að snúa við og finna ein­hverja aðra leið. Þetta er enda­laust svo­leiðis,“ segir Grétar Pétur Geirs­son, for­maður Sjálfs­bjargar á höfuð­borgar­svæðinu, fé­lags hreyfi­hamlaðra.

Hann segir rampa líta vel út á myndum en þeir hafi nánast ekkert nota­gildi fyrir þann sem þarf að nota rampinn, því þeir séu ýmist of brattir eða of þröngir.

Grétar segist nota raf­skutlu mikið, en hann lendi oft í því að komast ekki leið sína vegna illa búnar hjá­leiðar fram hjá vinnu­svæðum.

Hann segir lé­legt að­gengi ekki einungis hamla fólk í hjóla­stólum. Hann segir þetta eiga einnig við um barna­vagna og eldri fólk meðal annars.

Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur benti á lélegt aðgengi við framkvæmdir. Hjáleiðin á myndinni leiðir að fjórtán heimilum. Mynd/Aðsend

Rampar ekki hugsaðir alla leið

Grétar segir verk­taka­fyrir­tæki hugsa oft til hreyfi­hamlaðra en það sé ekki hugsað alla leið. „Ein­staklingar í hjóla­stólum eru eins mis­munandi og þeir eru margir, sumir eru með mátt í höndunum og geta farið upp rampa, aðrir eru ekki með mátt í höndunum og geta engan veginn farið upp rampana,“ segir Grétar.

Hann segir þetta oft gert með góðum vilja en það sé ekki stuðst við þær teikningar hvernig á að gera rampa. „Það liggur alveg fyrir hvernig á að gera þetta,“ segir hann.

„Það liggur fyrir hver hallinn á að vera, breiddin og svo­leiðis líka. En þetta er bara gert án þess að tala við ein­hvern, til að mynda okkur í Sjálfs­björg. Við höfum unnið í þessu og vitum ná­kvæm­lega hvernig allt á að vera,“ segir Grétar.

Grétar segir að í þrjá­tíu ára sögu hans hjá Sjálfs­björgu hafi aldrei verið hringt í fé­lagið um það hvernig rampur á að líta út. „Ég get full­yrt að það hefur aldrei í þrjá­tíu ára sögu minni í Sjálfs­björgu verið hringt eitt einasta sím­tal um það hvernig rampur á að líta út, klósett eða nefndu það bara.“

Hann hvetur fólk sem smíðar þessa rampa til þess að leita upp­lýsinga hvernig rampurinn á að líta út. „Sjálfs­björg er fé­lag hreyfi­hamlaðra. Við erum að vinna í þessu alla daga,“ segir hann.

Má segja að að­gengi sé lé­legt fyrir alla

Grétar segir að það megi vel segja að að­gengi sé lé­legt fyrir alla en bendir á að fólk sem er á tveimur fótum geti oftar en ekki tekið hring fram hjá vinnu­svæðinu. „En þú á raf­skutlu eða með barna­vagn, þú þarft að taka ein­hvern krók til þess að komast hjá.“

„Það er ekkert mál fyrir þig sem fót­gangandi að stíga að­eins út á götuna, það er verra fyrir mann á hjóla­stól eða raf­skutlu að fara út á götuna þar sem um­ferðin er. Það er ekkert pláss fyrir hjóla­stól á götunni,“ segir Grétar.

Heimild: Frettabladid.is