Home Fréttir Í fréttum Aukið eftirlit vegna vinnumansals á Íslandi

Aukið eftirlit vegna vinnumansals á Íslandi

101
0

Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir það ekki koma á óvart að flestir þeirra tuttugu sem höfðu stöðu þolenda mansals á Íslandi á árinu séu verkamenn. Mikil umfram eftirspurn sé eftir vinnuafli í mannvirkjagreinum. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, greindi frá því í Fréttablaðinu í dag að sumir verkamanna hafi ekki fengið laun, vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim og þeir greint frá ótta um aðstæður sínar.

<>

„Þetta kemur mér ekki mikið á óvart. Þegar það verður gífurlega mikil umfram eftirspurn eftir vinnuafli sérstaklega í þessum mannvirkjagreinum, karlagreinum, þá er erfitt að henda reiður á öllu því sem fer fram. Þetta er því miður partur af slíkri þróun. Það er einbeittur vilji margra að brjóta lög og reglur og það er greinilega verið að gera.“

Sérstakt mansalsteymi verður stofnað innan lögreglu. Gissur segir að auki þörf á auknu eftirliti og heimsóknum á vinnustaði.

„Aukið eftirlit er fyrsta svarið. Það er ekkert óeðlilegt að þessi mál skuli bera upp hjá lögreglunni, hún er sú sem er mest á vettvangi, fyrir utan kannski vinnueftirlitið og sérstakar sendinefndir á vegum stéttarfélaganna. En það væri auðvitað það sem er mikilvægast. Það er ekkert annað en heimsóknir á vinnustaðina sem að gilda til að ganga úr skugga um að það sé verið að borga laun, sem viðkomandi upplýsir okkur um að hann ætli að gera. Það fáum við oft ekki fram nema með beinu samtali og hreinlega hálfgerðum yfirheyrslum.“

Heimild: Vísir.is