Home Fréttir Í fréttum Háfell ehf. dæmt til að greiða rafverktaka á Akureyri tæplega 21 milljón...

Háfell ehf. dæmt til að greiða rafverktaka á Akureyri tæplega 21 milljón króna

291
0
Mynd: vegagerdin.is
Verktakafyrirtækið Háfell ehf. hefur, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, verið dæmt til að greiða rafverktaka á Akureyri tæplega 21 milljón króna vegna vangoldinna reikninga fyrir vinnu við gerð Héðinsfjarðarganga.

Háfell og tékkneska fyrirtækið Metrostaf sáu um gerð Héðinsfjarðarganga á árunum 2006 til 2010. Fyrirtækið Rafmenn ehf. var undirverktaki Háfells í verkinu.

<>

Rafmenn stefndu Háfelli til greiðslu á ríflega 46 milljónum króna, með dráttarvöxtum, að frádregnum innborgunum sem Háfell hafði greitt. Héraðsdómur féllst á kröfu Rafmanna og dæmdi Háfell til að greiða eftirstöðvar skuldarinnar, 20,9 milljónir króna, auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna króna í málskostnað.

Heimild: Rúv.is