Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Breikkun vegar á undan áætlun

Breikkun vegar á undan áætlun

187
0
Svona leit Suðurlandsvegur út á milli Hveragerðis og Selfoss fyrir um ári síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmd­ir við ann­an áfanga breikk­un­ar Suður­lands­veg­ar, milli Hvera­gerðis og Sel­foss, ganga fram­ar von­um. Um­ferð verður hleypt á helm­ing kafl­ans strax í ág­úst og verkið verður að mestu til­búið fyr­ir ára­mót. Þetta upp­lýs­ir Ágúst Jakob Ólafs­son, yf­ir­verk­stjóri hjá verk­tak­an­um ÍAV, í viðtali á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Sam­kvæmt verk­samn­ingi ættu lok verks­ins að vera í lok sept­em­ber 2023 en starfs­menn ÍAV stefna að því að ljúka stærst­um hluta verks­ins fyr­ir ára­mót­in næstu. Hugs­an­lega verði þó ein­hver frá­gang­ur eft­ir. Ágúst seg­ir að helstu vafa­atriðin snúi að brú­ar­smíði á veg­arkafl­an­um en vega­gerðinni sjálfri verði ör­ugg­lega lokið.

Veg­far­end­ur geti farið að hlakka til

Byggja þarf fimm brýr í þessu verki og er fram­kvæmd­um lokið við þrjár þeirra. Það eru tvær brýr yfir Gljúf­ur­holtsá og und­ir­göng við Þór­ustaði, við námuna í Ing­ólfs­fjalli. „Við erum líka bún­ir að reisa tvenn reiðgöng og bún­ir að steypa upp und­ir­göng­in við Kot­strönd en erum að slá upp fyr­ir brúar­plöt­unni núna. Svo erum við bún­ir að steypa einn vegg af fjór­um í brú yfir Bakkár­holtsá,“ seg­ir Ágúst.

Hann seg­ir að veg­far­end­ur geti farið að hlakka til, því í ág­úst verði um­ferð hleypt á stór­an hluta nýja veg­ar­ins frá Kirkju­ferju­vegi að nýja hring­torg­inu við Sel­foss. „Við opn­um þenn­an hluta veg­ar­ins von­andi seinni hlut­ann í ág­úst.“

Heimild: Mbl.is