Home Fréttir Í fréttum Bryggja í Reykhólahreppi hrundi í sjóinn

Bryggja í Reykhólahreppi hrundi í sjóinn

174
0
Mynd: Aðsend mynd
Bryggja í Reykhólahreppi hrundi að stórum hluta í sjóinn í nótt. Þetta staðfestir Fannar Gíslason hjá Vegagerðinni við fréttastofu. Vegagerðin hefur umsjón með endurbyggingu hafnarinnar en Reykhólahreppur annast framkvæmdina.

Engin slys urðu á fólki og starfsmenn Vegagerðarinnar eru nú á leið á Reykhóla til þess að kanna aðstæður. mbl.is greindi fyrst frá.

<>

Lítill skaði er þó skeður þar sem áratugagömul bryggjan átti að víkja. Verið var að grafa fyrir nýjum stálþiljum utar í höfninni og við það hrundi bryggjan. Framkvæmdir tefjast ekki mikið að sögn Fannars en verklok eru fyrirhuguð seint á þessu ári.

Heimild: Ruv.is