Eldur kom upp í vinnubíl við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu logaði eldurinn undir vélarhlífinni en ekki er vitað um nákvæm upptök eldsins.

VÍSIR/VIKTOR ÖRN
Tilkynning barst klukkan tuttugu mínútur í ellefu og fór slökkviliðið beint á staðinn.
Heimild: Visir.is