Home Fréttir Í fréttum Gróðursetja 130 þúsund tré fyrir 210 íbúðir

Gróðursetja 130 þúsund tré fyrir 210 íbúðir

125
0
Samninginn undirrituðu Reynir Kristinsson, formaður stjórnar Kolviðar og Róbert Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis. Ljósmynd/Aðsend

Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Fest­ir hef­ur und­ir­ritað samn­ing við kol­efn­is­sjóðinn Kolvið um að kol­efn­is­binda 210 íbúðir í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

<>

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Festi og seg­ir þar að af þess­um sök­um verði 130.450 tré gróður­sett á fjór­um stöðum á land­inu á þessu ári.

Fyrst til að kol­efn­is­binda heila fram­kvæmd

Mark­mið samn­ings­ins er að binda kol­efni sem fell­ur til við upp­bygg­ingu Fest­is á bygg­ing­ar­reitn­um. Fest­ir verður fyrsta fé­lagið sem kol­efn­is­bind­ur heila fram­kvæmd og áætlaða bú­setu íbúa á svæðinu, alls yfir 60 ára tíma­bil.

„Fest­ir hef­ur lagt mik­inn metnað í hönn­un og þróun þessa bygg­ing­ar­reits og það var því fljótt ljóst að við mynd­um vilja reyna að kol­efn­is­binda reit­inn eins og kost­ur er,“ er haft eft­ir Ró­berti Aroni Ró­berts­syni, fram­kvæmda­stjóra Fest­is, í til­kynn­ingu.

Notuð var lífs­fer­ils­grein­ing frá Mann­viti til að reikna kol­efn­is­fót­sporið í tonn­um og stuðst við alþjóðleg­ar reikn­ings­regl­ur til að ákveða hversu mörg tré þyrfti að gróður­setja á móti.

Haft er eft­ir Reyni Krist­ins­syni, for­manni stjórn­ar Kolviðar, að samn­ing­ur­inn sé einn sá stærsti sem Kolviður hef­ur gert og að Fest­ir sýni mikla ábyrgð með samn­ingn­um, þar sem tölu­verður hluti kol­efn­is­los­un­ar komi frá bygg­ing­ariðnaði.

Heimild: Mbl.is