Home Fréttir Í fréttum Eldurinn barst frá dráttarvél yfir í Teslu

Eldurinn barst frá dráttarvél yfir í Teslu

151
0
Dráttarvélin stendur í ljósum logum til vinstri og Teslan sömuleiðis til hægri. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eld­ur kom upp í drátt­ar­vél miðviku­dags­morg­un er henni var ekið á Úlfars­fells­vegi í Grafar­holti. Eld­ur­inn dreifðist síðan úr drátt­ar­vél­inni og náði að læsa sig í nær­liggj­andi bif­reið sem að sögn slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu var ný­leg Tesla.

<>

Þetta staðfest­ir Birg­ir Finns­son aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins en greint var frá mál­inu á face­book-síðu slökkviliðsins.

Eig­andi drátt­ar­vél­ar­inn­ar ók vél­inni við vinnu þegar það kom skyndi­lega upp reyk­ur úr vél­inni. Hélt eig­and­inn þá áfram að keyra vél­ina og lagði henni á nær­liggj­andi bíla­stæði þar sem Tesla-bif­reiðinni hafði einnig verið lagt.

Eft­ir að eig­and­inn hafði komið sér frá drátt­ar­vél­inni magnaðist eld­ur­inn upp og barst yfir í bíl­inn með þeim af­leiðing­um að altjón varð. Að sögn slökkviliðsins var bilið á milli bif­reiðanna á við um einn bíl og því tölu­verður eld­ur sem stóð upp úr drátt­ar­vél­inni þegar mest var.

Tvö­faldaðist þar með tjón eig­and­ans en bæði drátt­ar­vél­in og Tesla-bif­reiðin urðu eld­in­um að bráð þannig að altjón varð.

Heimild: Mbl.is