Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Bygging nýs vegar í Refasveit gengur vel

Bygging nýs vegar í Refasveit gengur vel

314
0
Nýr vegur í Refasveit í byggingu. Mynd: Skjáskot af myndbandi Kristínu Blöndal

Bygging nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit, frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, og nýs Skagastrandarvegar, frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, er í fullum gangi.

<>

Skagfirskir verktakar ehf. leggja nýja veginn sem er 8,5 kílómetrar að lengd frá Hringveginum norðan Blönduóss og 3,3 kílómetrar norðan Höskuldsstaða.

Kristín Blöndal tók myndir af framkvæmdunum 20. júlí síðastliðinn á Phantom 4 flygildi.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Heimild: Huni.is