Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Bygging nýs vegar í Refasveit gengur vel

Bygging nýs vegar í Refasveit gengur vel

317
0
Nýr vegur í Refasveit í byggingu. Mynd: Skjáskot af myndbandi Kristínu Blöndal

Bygging nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit, frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, og nýs Skagastrandarvegar, frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, er í fullum gangi.

Skagfirskir verktakar ehf. leggja nýja veginn sem er 8,5 kílómetrar að lengd frá Hringveginum norðan Blönduóss og 3,3 kílómetrar norðan Höskuldsstaða.

Kristín Blöndal tók myndir af framkvæmdunum 20. júlí síðastliðinn á Phantom 4 flygildi.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Heimild: Huni.is