Home Í fréttum Niðurstöður útboða Ísafjarðarbær: 10 m.kr. endurbætur á Safnahúsinu Ísafirði

Ísafjarðarbær: 10 m.kr. endurbætur á Safnahúsinu Ísafirði

296
0
Safnahúsið var byggt 1925 sem sjúkrahús. Guðjón Samúelsson hannaði húsið sem er mikil staðarprýði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur tekið tilboði frá Urðarkletti ehf. að fjárhæð kr. 10.050.050 í endurbætur á húsinu.

<>

Einnig bárust tilboð frá Búaðstoð ehf kr. 10.264.220 og frá Vélaþjónustu Vestfjarða ehf kr. 11.940.880. Alls var 8 fyrirtækjum gefinn kostur á að bjóða í verkið.

Um er að ræða lagfæringar á kjallaraveggjum utanhúss, lagningu drenlagna og brunna við Safnahúsið.

Helstu verþættir eru eftirfarandi:
• Fjarlægja runnagróður kringum húsið
• Gröftur kringum kjallaraveggi Safnahúss, dýpt c.a. 2,0-2,5m
• Sprunguviðgerðir á steyptum kjallaraútveggjum
• Einangrun og takkadúkur utan á kjallaraútveggi
• Áfellur ofan við sökkuleinangun
• Lagning drenlagna í skurði og koma fyrir brunnum og dælum
• Fylling í skurði og frágangur yfirborðs
• Upptaka á hellum og hellulagning