Tilboð opnuð 8. desember 2015. Hafnarsjóður Norðurþings óskaði eftir tilboðum í lengingu stálþils við Bökugarð á Húsavík.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
· Þilskurðar, lengd um 94 m.
· Steypa 36 ankersplötur.
· Reka niður 76 tvöfaldar stálþilsplötur.
· Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 13.500 m³ og grjótröðun við enda þils.
· Steypa um 106 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 16. júní 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Hagtak ehf., Hafnarfirði | 188.690.250 | 149,5 | 31.585 |
Árni Helgason ehf., Ólafsfirði | 181.007.950 | 143,4 | 23.903 |
LNS Saga ehf., Kópavogi | 157.104.885 | 124,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 126.219.260 | 100,0 | -30.886 |