Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Hótel Búða

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Hótel Búða

343
0
Frá Búðum í síðustu viku. Ljósm. af.

Byrjað er að skipta út jarðvegi og undirbúa stækkun Hótels Búða á Snæfellsnesi. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hótelið tvöfaldast að stærð og verða tæpir þrjú þúsund fermetrar. Herbergjafjöldi fer úr 28 í 52.

<>

Undir nýja hlutanum verður kjallari og þar verður pláss fyrir eldhús, geymslu og kæla, þvottahús og fleira.

Við stækkunina verður þriðja álman byggð sunnan megin við hótelið þar sem verið hefur hluti af bílastæði. Nú er grafið fyrir kjallara og á þeirri vinnu að vera lokið áður en sumartörnin á hótelinu hefst.

Í haust verður byggingin svo reist úr forsteyptum einingum. Byggingin á að verða risin fyrir lok árs og er áætlað að ljúka breytingum fyrir næsta vor.

Heimild: Skessuhorn.is