Home Fréttir Í fréttum Nýr útsýnispallur við Eiðsgrandann

Nýr útsýnispallur við Eiðsgrandann

340
0
Hinn nýi útsýnispallur verður byggður fyrir framan JL-húsið.

Borg­ar­ráð hef­ur heim­ilað um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur að bjóða út fram­kvæmd­ir vegna stíga­gerðar og gerðar út­sýn­ispalls við Eiðsgranda og Ánanaust.

<>

Kostnaðaráætl­un fyr­ir verkið er 150 millj­ón­ir króna. Áætlað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist í júní og að þeim ljúki í sept­em­ber 2022. Verkið hef­ur þegar verið boðið út og er til­boðsfrest­ur til 23. maí.

Fram­kvæmd­in fel­ur í sér að end­ur­gera göngu­stíga og hluta hjóla­stígs meðfram nýend­ur­gerðum sjóvarnag­arði við Eiðsgranda og Ánanaust. Auk þess verður byggður nýr út­sýn­ispall­ur til móts við JL-húsið. Sömu­leiðis verða út­bún­ir nokkr­ir án­ing­arstaðir með bekkj­um meðfram stígn­um.

Loks verða sett upp minja­skilti um Ufsaklett og Ánanaust. Þess­ar fram­kvæmd­ir munu hefjast í kjöl­far þess að end­ur­gerð sjóvarnag­arðs á svæðinu lýk­ur seinna í þess­um mánuði.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram svohljóðandi bók­un: „Hér eru stig­in já­kvæð skref í að bæta aðgengi að vest­ur­strönd­inni í Reykja­vík sem hef­ur verið mjög tor­fær og lokuð.

Rétt væri að skoða næstu skref þannig að hægt verði að njóta sjáv­ar­ins, út­sýn­is­ins og skjóls með því að fara niður fyr­ir sjóvarnag­arðinn með skipu­leg­um og ör­ugg­ari hætti en nú er hægt.“

Heimild: Mbl.is